Jæja þá er ég komin með fé á hús
Hef ekki þolinmæði í að bíða eftir vetrinum hahaha
Hér er hann Jósi karlinn kominn inn í stíu í fjárhúsunum. Hann er heimalingur. Við gáfumst upp á því að hafa hann úti. Hann fór bara sínar eigin leiðir. Við vorum meirisegja búin að fara með hann á fjall, en hann kom sér nú bara úr því og niður á þjóðveg. Var heppinn að lenda ekki fyrir bíl. Við tókum hann aftur heim og vorum fyrst með hann í smá gerði á túninu og færðum það eftir því sem hann beit grasið. Svo var túnið slegið og þá settum við hann bara inn. Það fer ósköp vel um hann inni. Ég gef honum mjólk, brauð, fóðurbæti, hey og vatn á morgnana og kvöldin.
Hann tætir í sig heyið og brauðið.
Hann er bara ánægður með lífið
Hann er fæddur síðast í júní. Hann hefur nú stækkað aðeins.
Ég setti inn myndband af honum þar sem hann tætir í sig brauðið.
Molinn kveður.