Jæja nú eru 13 dagar í réttir. Ég er að deyja úr spenningi, ég hlakka svo mikið til.
Við förum alltaf reglulega á kindarúntinn. Við erum búin að sjá þrjá hrúta úr sæðingunum, tvo undan Dal og einn undan Dolla.
Þessi er undan Dal og Úthyrnu gemling. Frekar leiðinlegt hornalag á honum. Hann er blendingur kollótt/hyrnt.

Þessi er líka undan Dal, og svo Muggu gemling. Hann er með hnífla, þótt foreldrarnir séu báðir kollóttir. Dalur á það til að gefa hníflótt.
þessi er undan Dolla og Dúðu gemling. Hún var tvílembd og hinn hrúturinn var vaninn undir Rannsý
Hér er hann. Mynd tekin 12. júní. Ég hlakka til að sjá þennan, undan Dúðu og Dolla.
Hlakka svo til að sjá alla sæðingana. Ég sá að vísu lömb undan Garra sæðishrút, 5. júlí. Ég hef ekki orðið vör við þau aftur.
Hér eru þau. Undan Garra og Snotru. Mynd tekin 5. júlí
Þessi gimbur er undan Snævari og Dimmý. Mynd tekin 15. júní
Gimbur undan Snævari og Rannsý. Mynd tekin 12. júní
Hrútur undan Dolla og Deplu. Mynd tekin 9. júní
Hrútur undan Dolla og Tanju. Mynd tekin 11. júní
Og hinn hrúturinn undan Dolla og Tanju. Mynd tekin 11. júní
Gimbur undan Dolla og Furu. Mynd tekin 9. júní
Og hin Gimbrin undan Dolla og Furu. Mynd tekin 9. júní
Hrútur undan Dal og Skrúfu. Mynd tekin 12. júní.
Vonandi skila þau sér öll af fjalli. 5 gimbrar og 9 hrútar.
Ég setti inn nokkrar myndir frá kindarúntinum.
Jæja það styttist í að þetta gull fái nafn. Það verður næsta laugardag 6. september. Ég er orðin frekar spennt að fá að vita hvaða nafn hann fær. Þau koma næsta fimmtudag.
Molinn kveður