Alls stig 86
Þessi gimbur er heimalingurinn okkar. Hún fór á fjall 7. júlí. Hún var 34 kg. þegar hún kom af fjalli. Ég held að hún hljóti að vera búin að bæta á sig nokkrum kílóum. Það kemur allavegana í ljós í næstu vigtun.
Þessi litli hrútur er litli heimalingurinn frá Jósavin, sem fæddist í byrjun júlí. Hann hefur nú stækkað aðeins, síðan ég setti myndir af honum inn í bloggi 24. ágúst.
Haldið þið ekki að sú gamla hafi skellt sér á tónleika með goðinu mínu, Helg Björns, í gærkvöld, á Græna Hattinum.
Það var þannig að Guðrún Helga tók þátt í facebook leik og ætlaði sér að vinna miða fyrir mig. Svo voru nokkrir sem tóku þátt með henni, til að auka líkurnar á að fá miða. Mamma var ein af þeim og var svo dregin út. Ég tók frænku mína með, hana Guðnýju Helgu. Takk æðislega fyrir mig, Guðrún, mamma, Guðný og þið sem tókuð þátt í leiknum
Þessir tónleikar voru ÆÐISLEGIR. Fyrstu og vonandi ekki þeir síðustu tónleikar sem ég fer á
Molinn kveður