Nú eru komnir tveir kálfar í viðbót. Þeir eru fæddir í september. Eins og ég skrifaði í bloggi 27. júlí þá fengum við tvo kálfa í júlí. Við verðum með 6 kálfa í vetur. Tvo ársgamla síðan í júlí og svo þessa fjóra, (tvo síðan í júlí og tvo síðan í september).
Þetta er Dagur. Hann fæddist 6. september
Og þetta er Jökull. Hann fæddist 14. september.
Þeir eru líka frá Helga og Röggu Möggu, á Syðri-Bægisá, eins og allir hinir.
Siggi og Bjössi eru ársgamlir síðan í júlí
Einar og Júlli hafa nú stækkað aðeins. Þeir eru síðan í júlí
Jökull að sleikja Bauk, og Baukur er að fíla það í botn.
Molinn kveður