Við fengum 5 gimbrar, undan sæðishrútunum, í vor. Tvær undan Dolla, eina undan Garra og tvær undan Snævari. Við settum þær allar á og hér koma þær.
14-160 Della. Hún er tvílembingur undan Dolla og Furu
14-161 Dolla. Þetta er systir hennar og þá undan Dolla og Furu
14-152 Sjana. Hún er tvílembingur undan Garra og Snotru. Það var hrútur á móti henni.
14-151 Tætla. Hún er einlembingur undan Snævari og Dimmý
14-156 Golma. Hún er einlembingur undan Snævari og Rannsý.
Molinn kveður