Við tókum líflömbin og hrútana á hús, 16. október. Tommi á Syðri-Reistará kom og klippti fyrir okkur í gær, 17. okt.
Hann var ekki lengi að svifta þeim úr. Hann var um 3 tíma að klippa 70 stk.

Þetta er dágóður hópur. Við setjum 50 gimbrar á.
Þær raða sér vel á garðann.
Sumar verða vel doppóttar. Þetta er Rúrí (lambadrottningin) undan Ponsu og Blossa.
Þetta er Krubba, undan Kríu og Radix
Það er líf og fjör á Möðruvöllum 3
Hér eru þau Sigrún, Júlli, Einar, Huginn og Bjössi.
Komnar inn myndir og myndband
Molinn kveður