Ég er byrjuð að fara með Eros í kindurnar, til að sjá hverjar eru að ganga. Hann ætlar að vera auðveldur eins og faðir hans, Radix. Ég teymi hann í spotta innan um kindurnar. Hann er ljúfur sem lamb, eins og Radix.
Tilhleyping er hafin hjá okkur
Við fórum með tvær ær, Grímu og Ponsu undir Ebita félagshrút, sem er hjá Önnu Guðrúnu Fornhaga 2, í gær. Við ætlum að nota hann á nokkrar ær.
Ég hélt Flekku, í morgun, undir Drísil. Ég bara varð
Þetta er Drýsill.
Það voru margar að ganga í morgun, en við erum ekki að hleypa til þeirra. Við ætlum bara að velja nokkrar undir Ebita. Ég stalst bara til að hleypa til Flekku
Við eigum þá von á lömbum 17. apríl, og kannski tveim dögum fyrr, því þær ganga styttra með.
Nú fer að líða að kindanafnspjöldunum. Þau eru tilbúin til prentunar. Við prentum þau líklegast út í kvöld. Ég er búin að taka myndir af 243 kindum og raða þeim á spjöldin. Ég ætla að skreyta eldhúsvegginn með þeim eins og ég gerði síðast
Svo verða þau líka á hlöðu hurðinni í fjárhúsunum.
Molinn kveður