Loksins létum við verða að því að setja fullorðinsmerkin í lömbin. Við settum þau í, 4. janúar.
Við tókum hrútinn úr gemlingunum 4. janúar. Þá ætti engin gemsi að bera eftir 27. maí.
Það eru 6 ær gengnar upp síðan ég skrifaði bloggið 29. des. Þannig að síðasta ærin sem við erum með dagsetningu á, fékk 2. janúar, og ber því 25. maí.
Þá er sauðburður kominn í það að vera frá 17. apríl til 25. maí.
Við Huginn erum búin að kaupa okkur svona burðarpoka. Nú getum við farið hvert sem er labbandi saman, látum EKKERT stoppa okkur í því. Það fer mjög vel um hann. Við erum búin að prufa pokann og hann er SNILLD.
Og ég er líka búin að græja mig vel til fótanna. Nú, eins og ég sagði, látum við EKKERT stoppa okkur í að fara í fjárhúsin saman.
Molinn kveður