Guðrún Helga, Einar Breki og Haukur Nói komu í heimsókn til okkar. Þau stoppuðu í rétt tæpa viku. Yndislegt að fá að knúsa ömmugullin mín
Hér eru þeir mættir í fjárhúsin
Á misjöfnu þrífast börnin best
Týri að þrífa Hauk Nóa
7 mánaða gull, Haukur Nói. Friðurinn úti haha, farinn að skríða og standa upp
Einar Breki tilbúinn að fara á fjórhjólið með mér upp í fjárhús. Hann hafði mjög gaman af því að fara á hjólið.
Það er frekar tómlegt eftir að þau fóru
Á morgun, 17. febrúar á að fósturtelja hjá okkur. Ég er ofurspennt en samt smá kvíðin. Spennandi
Ég er búin að bæta við myndum í bloggið 19. janúar, Baðherbergið tekur breytingum.
Í vikulokin verður þetta búið. Þá er hægt að liggja í baði og fara í góða sturtu.
Molinn kveður