Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 5599
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1852628
Samtals gestir: 82604
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:11:04

09.04.2015 13:00

Seinni sprautan og fl.

Úff það er langt síðan ég skrifaði eitthvað hér inn.

Við sprautuðum allt féð seinni sprautuna gegn lambablóðsótt og líka allar með seleni, 24. mars.


Við skruppum suður 16.-18. mars og rændum þessu gulli með okkur norður. Einar Breki var hjá okkur 18.-23. mars. Það var yndislegt að fá að hafa hann. Svo kemur hann ásamt bróður sínum og móður, í maí, í sauðburðinn. Það verður gaman emoticon


Týri og Rex eru búnir að fara í þjálfun. Svanur í Dalsmynni tók þá í kennslu. Rex var ca. tvær vikur og Týri í ca. 4 vikur. Rex er og verður ekki mikill fjárhundur, en eitthvað gat hann kennt Týra. Svo er að sjá hvort við getum látið hann gera það sem Svanur kenndi honum og gat látið hann gera.


Þessir gullmolar komu og voru hjá okkur 29. mars - 4. apríl. Dagur Árni og Jökull Logi. Það var gaman að geta fengið að hafa þá hjá okkur, og þeim fannst gaman að fá að koma í sveitina. Og ekki leiddist þeim heldur að fá að fara tvo daga til ömmu Fanneyjar og afa Guðmundar. 


Jæja nú er sauðburður að skella á. Fyrstu kindurnar eiga tal 17. apríl, en ég held að fyrstu lömbin komi 15. apríl. Ég ætla allavegana að byrja vaktina 15. apríl. Þá flyt ég í hjólhýsið mitt í hlöðunni og sef þar. Kíki fram í fjárhús á tveggja tíma fresti. Ég ætla að búa þar í einn og hálfan mánuð emoticon 
Kindin á myndinni heitir Gríma og hún er önnur af tveim sem eiga tal 17. Hin er Ponsa, sem bar fyrst í fyrra. 


Rúmið í hjólhýsinu bíður eftir mér emoticon


Stundum fæ ég næturgest emoticon


Og svo fæ ég líka heimsóknir


Þær eru að verða frekar þungar á sér. Nenna ekki að standa upp fyrir mér þegar ég mæti í fjárhúsin. Standa varla upp þegar ég gef þeim hey.


Molinn kveður









clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni