Það eru tvær ær bornar í viðbót. Ósk bar í gærkvöld. Hún átti hvítan hrút og baugótta gimbur. Og Gríma í nótt. Hún átti hvítan hrút og hvíta gimbur.

Gimbrin undan Ponsu, þessi sem kom afturábak
Og hér er hin gimbrin undan Ponsu
Hrúturinn undan Ósk
Gimbrin undan Ósk
Hrúturinn undan Grímu
Og gimbrin undan Grímu
Öll eru þau undan Ebita félagshrút
Ég held að það komi 1-3 dagar í pásu í burði, en ég ætla nú samt að vera á vaktinni. Það er svo svekkjandi ef eitthvað lamb drepst í burði, bara vegna þess að það var enginn að vakta.
Ég setti nokkrar myndir af þessum lömbum inn í albúm.
Molinn kveður