Nú hefur dæmið snúist við. Hér í denn var ég að hjálpa pabba í sveitinni þar sem við áttum heima og ég ólst upp, á Molastöðum í Fljótum. Núna hins vegar er pabbi að hjálpa mér, í minni sveit, þar sem ég bý á Möðruvöllum.
Við vorum að girða í dag. Byrjuðum á hólfinu norðan við fjárhúsin. Girðingin var mjög illa farin. Við erum samt ekki búin. Við höldum áfram á morgun Fjórhjólið kemur að góðum notum núna