Nú eru 10 ær bornar og komin 17 lömb.
Eik bar tveim gimbrum í fyrri nótt. Önnur er grá og hin hvít
Hrafna bar tveim gimbrum í gærmorgun. Önnur er hvít og hin baugótt
Snerra gemlingur bar í gær. Hún átti hrút og gimbur. Hrúturinn var tekinn og vaninn undir Dokku.
Dokka bar í nótt og átti gráan hrút. Við tókum hrútinn undan Snerru og vöndum undir hana. Það gekk vel.
Hrúturinn sem við vöndum undir Dokku
Esja bar í nótt og átti þessar gimbrar
Ófeig bar þessum hrút í morgun. Hann var 6,5 kg.
Já það eru komin 17 lömb, 12 gimbrar og 5 hrútar
Ég held að komi nokkur lömb í viðbót í dag/kvöld
Það voru settar upp nokkrar einstaklingsstíur í gær.
Molinn kveður