Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 1221
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 7216
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1848250
Samtals gestir: 82598
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:18:01

28.05.2015 13:37

Sauðburður nánast á enda kominn

Þá er ég nú flutt heim. Ég er búin að búa í fjárhúsunum frá 14. apríl og til 26. maí, 42 nætur. Sauðburður er samt ekki búinn, það hangir enn í einni. Hún ber líklegast í kringum 10. júní. Ég flyt aftur í fjárhúsin 8. júní til að passa upp á hana.

Sauðburður gekk vel. Ekkert vesen á gemlingunum. 

Á lífi eru 178 hrútar og 189 gimbrar = 367 lömb
Oddur Bjarni og Margrét eiga 5 hrúta og 3 gimbrar = 8 lömb

Við misstum 4 lömb, tvær lögðust á lömbin sín þannig að þau drápust og tvær kröfsuðu í lömbin þannig að þau löskuðust og drápust. Við misstum ekkert við fæðingu emoticon

Afföllin eru samt 21 stk. Þá þannig að þau fæddust dauð eða sem fóstur. Meirisegja var ekki hægt að sjá hvort sum væru hrútur eða gimbur.

Það voru talin 402 fóstur í febrúar. Þá kom í ljós að þrjú fóstur voru að drepast. Það var hjá tveimur þrílembum. Hjá annari voru tvö að drepast og eitt hjá hinni. Það passar því þegar þær báru þá kom bara sósa með hinum lömbunum. Svo var ein einlembd sem talin voru tvö í. Þessi sem eftir er að bera á að vera með tvö þannig að þetta passar allt saman hjá Gunnari teljara, (nema með eina). 


þeir eru svo miklir snillingar þeir bræður Þórður og Simmi. Þeir útbjuggu þrjár gjafagrindur til að gefa úti. Þeir stinga í rúlluna og sprengja hana yfir grindina. Rúllan passar þá vel í þetta. Algjör snilld.


Það er alltaf gott að hafa myndavélina í hendinni, hvar og hvenær sem er. Þessa mynd tók ég á mynda rúnti í gær. 
Ég er að reyna að taka myndir af öllum lömbunum okkar sem eru 367. Ég er alveg að ná þessu, bara 47 lömb eftir þá er ég komin með þetta emoticonemoticonemoticon 
Ég ætla svo að prenta þær út og setja þær á eldhúsvegginn minn til að ég geti séð ÖLL lömbin þótt þau séu farin á fjall emoticon


Þessir hressu gullmolar, ásamt móður sinni, komu og voru í hálfan mánuð hjá okkur. 


Og þessir hressu gullmolar komu líka, ásamt foreldrum sínum, og voru hjá okkur í fjóra daga. 

Yndislegt að fá ömmugullin í heimsókn emoticon Þau eru öll svo alltof langt í burtu frá manni emoticon


Það er búið að bera á fjárhústúnið. Robbi skellti áburði á það 20. maí


Eins og ég segi þá er gott að vera með myndavél við hendina. Hér er ein að hamstra, heldur að það sé að skella á vetur emoticon


Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni