Já góðan daginn
takmarkinu er náð
Ég er búin að taka myndir af ÖLLUM lömbunum sem eru 367 stk. Ég tók þessar myndir á löngum tíma þannig að sum eru orðin gömul og frekar stór en sum ung. En það skiptir mig ekki máli. Málið er að eiga myndir af þeim og geta séð þau þegar þau eru komin á fjall
Nú er að vinna úr myndunum, setja þær á spjald og setja þau upp á ELDHÚSVEGGINN.
Það góða við þetta líka er, að ég er búin að labba mikið innanum féð og hef fylgst með lömbunum hvort sé ekki allt í lagi með þau. Ég sá td. að eitt lambið hafði villst undan mömmunni. Við settum hana inn en hún vildi það ekki, var alveg brjáluð. Við bundum hana í smá tíma en ekkert gekk. Það endaði með því að við vöndum það, þá 11 daga gamalt, undir eina einlembu sem bar. Það gekk svona líka vel. Nú hefur það, það mjög gott með fóstur móður sinni.
Þessi gimbur er rosalega flott á litin. Hún verður áreiðanlega sett á í haust
Birgir er búinn að vera í sumardvöl hjá okkur í nær viku, fer heim á morgun. Hann er búinn að sýna mikla þolinmæði að skottast með mér í myndatökunum. Alltaf tilbúinn að labba innan um féð. Duglegur og góður strákur. Hér er hann ásamt einum litlum frænda mínum sem er í daggæslu í 4 daga hjá okkur. Já og svo Týra og Rex.
Hér eru tveir verktakar að koma frá því að vinna í garðinum okkar.
Þessir verktakar eru gimbrar undan Lýsu
Ekki lengi að smella sér í gegn
Og svo hin
Jebb svona á að gera þetta
Nú fer sumardvölin hjá börnunum að skella á. Það verða nokkur hér í sumar hjá okkur
Molinn kveður