Enn hangir í einni. Ég er byrjuð að vakta hana. Farin að sofa aftur í fjárhúsunum eftir 10 daga pásu, komnar þrjár nætur. Hún verður líklegast borin innan tveggja daga.
Ekki klikkar Mörk á því að koma til Bjössa. Ég var búin að kalla á hana, en hún lét sem hún heyrði ekki í mér. Um leið og Bjössi kallaði á hana þá kom hún hlaupandi til hans. Hún er mjög sérstök þessi kind.
Bjössi gaf henni brauð. Hann gaf henni enda og tók hann ekki í sundur. Mörk átti erfitt með að innbyrða þennan brauðenda og geiflaði sig í framan við að éta. En henni tókst það á endanum og þakkaði fyrir sig.
Aron fann Tanju og gaf henni brauð
Gimbur og hrútur (forystulömb) undan Eldingu gemling (forystukind). Þau eru frekar flott
Sum lömbin eru orðin svo stór. Þetta er hrútur undan Ófeig
Verið að græja fjárflutningarvagninn. Það verður vonandi hægt að byrja að keyra á fjall næstu helgi. En gróðurinn fer nú rólega af stað. Úff ég veit ekki hvernig þetta sumar verður. Kalt sumar ? Vonandi ekki.
Aron og Bjössi komnir í flotta vinnugalla og eru tilbúnir í girðingarvinnu
Við Flekka erum svo góðar vinkonur. Einu sinni var hún með styggustu kindunum í fjárhúsunum, en er það ekki lengur. Hún kemur til mín út á túni og vill fá klapp og knús
Flottar mæðgur Súla og Drottning
Ég setti nokkrar myndir í albúm.
Molinn kveður