Þá erum við nú farin að huga að því að sleppa á fjall. Við erum búin að fara með eina ferð í hólfið (Neðstaland) hans Helga á Bægisá. Við fórum með 50 fullorðið og 90 lömb. Við komum til með að opna hliðið á hólfinu, upp í fjall þannig að þær geti farið í rólegheitunum uppeftir.
Það þurfti að snyrta klaufir á nokkrum. Þær voru ekki allar snyrtar áður en þær fóru út í vor. Hér eru þeir bræður Þórður og Simmi að klippa.
Við gáfum öllu ormalyf, bæði fullorðnu og lömbum
Við förum aðra ferð á morgun.
Kveðjustund. Hér er Helga að gefa Brúsku brauðbita í kveðjuskyni
Við erum búin að láta Rex frá okkur. Hann fór í Húnavatnssýslu. Ég veit að hann mun hafa það gott á nýjum stað, elsku karlinn.
Nokkrar myndir í myndaalbúmi
Molinn kveður