Nú er Damian byrjaður í skólanum. Hann fer með skólabílnum kl. 8 á morgnana og kemur aftur um kl. þrjú. Það er nú svolítið skrítið að vera ein heima á daginn. Það er samt ENGIN hætta á að mér leiðist. Ég hef nóg að gera
Á morgun ætla ég að fara á kindarúntinn og njóta þess í botn
Damian fyrir utan skólann sinn, Þelamörk
Snilld að hafa myndir af öllum lömbunum í símanum mínum. Nú get ég skoðað myndirnar hvar og hvenær sem er. Myndirnar eru 369
Við skruppum í Baugasel í dag. Sigga, Anna og Svanberg fóru með okkur. Hitinn fór í 21 stig. Það er mjög skrítið að hafa svona hita. Frábær dagur. Vona að dagurinn á morgun verði heitur og góður.
Nokkrar myndir fóru í albúm.
Molinn kveður