Nú styttist í réttirnar. Þær eru aðra helgi. Ég er orðin mjög spennt. Fer oft á kindarúntinn og sé stundum kindur sem ég hef ekki séð síðan þær fóru á fjall í vor.
Ég sá þessi tvö á laugardaginn. Þetta er Ófeig með mjög stóran hrút. Hann á nú eitthvað eftir að bæta á sig þessa daga sem eftir eru
Alltaf er nú jafn fyndið að sjá þessi stóru lömb hendast undir mömmurnar og fá sér sopa. Þær takast alveg á loft að aftan
Þessi mynd er tekin 4. júní
Og þessi 29. ágúst. Hún hefur stækkað aðeins frá því í vor.
Ooohhh hvað verður gaman aðra helgi
Molinn kveður