Það styttist og styttist í réttir
Bara 7 dagar í fyrsta hópinn
Ég sá Pæju með lömbin sín, í gær.
Og Flækju með gimbrina sína
Og þarna er Mylla með gimbur og hrút. Ullin er frekar þæfð og ljót á þeim
Kræða með tvær gimbrar
Og Kreppu með hrút og gimbur
Ég er að deyja úr spenning. Ég er meirisegja farin að hlakka til vetrarins, þegar þær verða settar á hús
Þessi linsa er alveg meiriháttar. Ég er búin að vera að taka myndir með henni. Eins og sést er hún 70-300mm
Á mánudaginn fæ ég þessa. Hún er 150-600mm. Dregur helmingi meira að en hin. Hlakka rosalega mikið til að fara að nota hana. Ég á eftir að pósta myndum úr henni hér inn, bæði af kindum og fuglum.
Ég hefði tildæmis viljað taka þessa mynd með þessari linsu. En ég á eftir að taka margar myndir
Ég leyfi ykkur að fylgjast með
Molinn kveður