Fyrri göngur og réttir afstaðnar. Okkur vantar alltof margar kindur, eða rétt um 100 stk. í heildina. Það var ekki gott gangnaveður á sunnudaginn. Þoka niður í miðjar hlíðar og ekkert skyggni. Vonandi verður betra veður um næstu helgi, í öðrum göngum.
Þessi gullmoli átti afmæli í gær 14. september. Einar Breki er orðinn 4ra ára. Amma tekur greinilega alltaf kindurnar fram yfir þessa elsku, því ekki fór hún suður til hans
Við erum búin að eiga heima hér í tvö ár í dag. Ótrúlegt hvað tíminn líður. Yndislegur staður
Nokkrar myndir settar inn
Molinn kveður