Helgin 16.-18. október var fullkomin. Við vorum í djúpum skít. Við náðum því að taka grindurnar upp, moka skítnum út og setja grindurnar aftur niður.
Svo smíðuðum við nýtt gólf undir kálfana, því gólfið hjá þeim, var orðið svo lélegt/ónýtt.
Þegar skítmokstinum var lokið og búið að setja gólfið niður, þá tókum við lömbin og hrútana inn. Það var á sunnudaginn 18.
Tommi á Syðri-Reystará kom og klippti lömbin og hrútana 19. okt.
Það kom galli í ljós, á tveim gimbrum, þegar hann var að klippa. Þannig að við urðum að senda þær á sláturhús.
Ásetningurinn veturinn 2015-2016 verður svona
Árgangur 07-09, 10 ær
Árgangur 10, 26 ær
Árgangur 11, 33 ær
Árgangur 12, 44 ær
Árgangur 13, 33 ær
Árgangur 14, 47 ær
Árgangur 15, 53 gemlingar
Hrútarnir eru 10. Þá eru þetta 256 hausar sem við eigum.
Svo erum við með 7 veturgamlar og tvo gemlinga fyrir Odd Bjarna, þannig að það verða 265 hausar í húsunum í vetur
Molinn kveður