Allir krakkarnir sem dvalið hafa hjá okkur og eru hjá okkur, hafa fengið að velja sér kind/lamb.Tildæmis valdi Damian sér Tildru. Hún er veturgömul og hún er ekki gæf. Nú þarf ég að vinna í því að gera hana gæfa svo Damian geti klappað henni.
Við áttum eftir að velja eina fyrir elsku Huginn okkar, áður en hann kvaddi þennan heim. Við völdum eina fallega gimbur í vor, sem við tileinkum elsku gullinu okkar. Hún fékk nafnið Hugljúf. Hún er undan Flekku. Flekka var orðin mjög gæf við mig, en hún var ein af styggustu kindunum í húsinu. Við þurftum því miður að lóga henni í haust, því hún var eitthvað lungnaveik greyið.
Í morgun, fór ég í það verkefni að gera Hugljúfu gæfa. Það tókst í fyrstu tilraun. Ég er ánægð með hana
Hér er Hugljúf að fá aðeins dekur. Hún er farin að koma til mín og fá klapp.
Ég setti inn myndband af henni og nokkur myndbönd í viðbót af hinu og þessu
Molinn kveður