Tommi á Syðri-Reistará kom og tók snoðið af kindunum, um síðustu helgi, 20. og 21. febrúar.
Damian var duglegur að hjálpa til. Hér er hann að fara með kind í rennuna.
Ég er búin að kaupa brjóstdropa til að hafa í sauðburðinum. Það á að vera gott að gefa lömbum þetta ef þau eiga erfitt með að ná andanum. Það á ekki að gefa mikið af þessu, bara rétt á puttann.
Við gerðum smá snjóhús um daginn. Daginn eftir gerði mikla snjókomu og það fór í kaf. Við eigum eftir að endurtaka leikinn, því nóg er af snjó hér.
Damian í snjóhúsinu
Það er gaman að leika við Týra
Ég setti inn nokkrar snjómyndir sem ég tók í dag, í fallega veðrinu. 12 stiga frost og sól
Molinn kveður