Við sprautuðum allt féð með seleni, og seinni sprautuna gegn lambablóðsótt, 2. apríl.
Það styttist óðum í sauðburð. Ég þarf að bíða í 15 daga.
Eftir 13 daga flyt ég í hjólhýsið góða og byrja að vakta kindurnar.
Þessir gullmolar eru búnir að vera hjá ömmu og afa, í rúman hálfan mánuð. Það var svo yndislegt að fá að hafa þá hjá okkur. Þeir eru miklir orkuboltar og voru duglegir að leika sér úti og í fjárhúsunum með ömmu. Söknuðurinn er mikill. Þegar þeir eru orðnir 5 ára þá koma þeir oft til ömmu og afa bara sjálfir í fylgd í flugvél. Einar Breki verður 5 ára í september
Molinn kveður