Sauðburði lauk kl. 13 í dag. Það er hægt að segja að hann hafi gengið vel, fyrir utan að það komu alltof mörg dauð fóstur.Nú flyt ég heim í dag
Ég er búin að sofa 32 nætur í fjárhúsunum. Ég svaf eina nótt heima, því það voru gemsar sem gengu upp og það var óhætt að slaka aðeins á vaktinni.
Ég ætla að njóta þess að sofa í nótt og þurfa ekki að vakna á tveggja tíma, já og allt niður í hálftíma fresti, já eða ekki neitt.
Það eru 437 lömb á lífi.
Við fengum tvö blind lömb. Þau ganga bæði undir mæðrum sínum.
Við fengum tvö svona lömb. Þau geta ekki rétt úr hálsinum. Annað gengur undir móður sinni en hitt er heimalingur. Hann gat aldrei sogið mömmu sína. Japlar/sýgur mjólk úr pela.
Við erum með þrjá heimalinga.
Það er búið að vera nóg að gera. Ekki tími fyrir tölvu. Núna fer þessi síða að lifna við aftur.
Ég er byrjuð að taka myndir af lömbunum, sem eru 437. Ég er búin að taka myndir af svona ca. 270 lömbum. Ég ætla að ná því takmarki að eiga myndir af þeim öllum 437 áður en þau fara á fjall.
Molinn kveður