Við erum búin að keyra fénu á fjall. Við tókum þetta á fimm dögum. 10, 11, 12, 13 og 15. júní. Við gáfum öllum ormalyf bæði fullorðnum og lömbum, og við klipptum líka klaufir á fullorðna fénu. Hrútarnir og nokkrar ær með lömb eru hér heima.
Ég náði takmarkinu mínu, sem var, að ná myndum af öllum lömbunum.
Myndirnar eru alls af 450 lömbum. Við áttum 436 lömb á lífi, en þau eru komin niður í 431. Þrjú skiluðu sér ekki úr hólfinu og hafa ekki fundist, og tvö drápust. Oddur Bjarni á 14 lömb.
Nú er stórt verkefni framundan og það er að koma þessum myndum á eldhúsvegginn og geta séð lömbin þótt þau séu á fjalli
Það er samt ekki hægt á meðan veðrið er svona gott. Ég ætla svo að setja allar þessar myndir hér inn í albúm
Þessi er oft uppi á ljósastaurnum hér fyrir framan húsið okkar.
Molinn kveður