Nú er allt á fullu með undirbúning fyrir komu kindanna.Það er búið að moka út úr húsunum.
Líka búið að setja grindurnar niður. Hér er syðsta króin
Mið króin
Og nyrsta króin. Það þurfti að skipta út efni í þessari. Það gamla var orðið mjög slitið
Svo er verið að hækka bitann yfir hliðunum á hólfunum á fjárvagninum, svo það þurfi ekki að skríða undir til að koma kindunum inn í hvert hólf
Þetta verður munur
Glæsilegur vagn
Svo er Þórður búinn að útbúa merkingarblað fyrir þessa bækluðu. Nú þarf ég ekki að skrifa númerin á blað, heldur bara merkja við á þessu blaði. Hér eru kindanúmerin og nöfnin. Svo þarf ég bara að snúa þessu spjaldi við og þá koma lambanúmerin þar. Ekkert að fletta neitt
Hér eru lambanúmerin. Glæsilegt hjá þér Þórður minn. Þú hugsar um þína
Spenna, spenna, spenna
Molinn kveður