
Þetta er algeng sjón. Þessi er búin að fara fimm sinnum á hrygginn. Í gær fóru sex kindur afvelta. Við náðum að bjarga þeim öllum. Það rigndi MJÖG mikið í fyrradag og þegar það þornar eftir rigningu, þá klæjar kindunum alveg svakalega mikið. Það þarf að vera mikið á röltinu svo maður missi þær ekki
Ég skrúfaði spýtu á tveim stöðum, til að kindurnar gætu klórað sér. Þær voru mjög þakklátar
Það komu nokkrar kindur strax til að klóra sér
Hrafnarnir fylgjast með öllu og eru tilbúnir
Þetta er 15-203 Gitta. Hún er undan Nagla og Dollu (sem er undan 09-892 Dolla). Hún var tvílembd og gekk með bæði lömbin. Hún er með svo síða ull að það liggur við að hún nái alveg niður á klaufir
Gitta með tvær gimbrar undan Andrési
Fjórlembingur undan 12-080 Golu
12-080 Gola er undan 08-010 Zeldu og 08-872 Þristi. Hún var þrílembd gemlingur 2013. Fjórlembd 2014, þrílembd 2015 og fjórlembd 2016
Ekra (gemlingur) með gimbrina sína, sem er held ég orðin breiðari en hún
Þvílíkar brussur þessar tvær
Súla og Drottning. Súla greyið er orðin kviðskökk. Hún er alltaf svo tignarleg þessi kind
Þessi fyrirsæta heitir Mosa
Molinn kveður