Það eru ekki góðar heimtur hjá okkur. Enn vantar 16 lömb af fjalli. Eiginlega vantar okkur 18 lömb og eina ær, því ég fann eina dauða kind, 3. ágúst og eitt dautt lamb 25. júní. Svo fannst eitt dautt lamb, í göngunum í haust.
Hér koma myndir af þeim sem ekki skiluðu sér
Hrútur undan 12-079 Filmu og 14-573 Bekra. Hann gekk undir 11-044 Þrá
Hrútur undan 15-235 Spöng og 13-390 Andrési
Gimbur undan 15-235 Spöng og 13-390 Andrési. Já hún kom bara einsömul af fjalli
Hrútur undan 14-166 Snúru og 14-571 Nagla. Hann fannst dauður, í göngunum í haust
Hrútur undan 14-175 Mánadís og 15-580 Pírusi
Hrútur undan 15-210 Sátu og 13-390 Andrési
Hrútur undan 15-215 Þernu og 15-571 Sprota. Fannst dauður í fjallinu, 25. júní
Hrútur undan 11-419 Ilmi og 15-579 Laxa
Gimbur undan 15-231 Bliku og 15-571 Sprota
Gimbur undan 12-081 Dokku og 14-573 Bekra
Gimbur undan 15-219 Stroffu og 15-571 Sprota
Gimbur undan 14-144 Kistu og 15-580 Pírusi
Gimbur undan 14-146 Móbotnu og 15-580 Pírusi
Gimbur undan 14-165 Molu og 15-580 Pírusi
Hrútur undan 15-216 Iðu og 14-573 Bekra
Hrútur undan 15-212 Dúnu og 14-573 Bekra
Gimbur undan 15-212 Dúnu og 14-573 Bekra. Já Dúna kom einsömul af fjalli
Gimbur undan 15-232 Garúnu og 14-573 Bekra
12-082 Sóley. Hún fannst dauð í byrjun ágúst
Þetta eru alveg hræðilegar heimtur.
Það er mjög skrítið að tveir tvílembdir gemlingar missa bæði lömbin.
Molinn kveður