Það er munur að eiga svona tæki. Ef það kemur einhver snjór, þá er hann umsvifalaust tekinn í burtu, af götum og bílastæðum
Hér er Simmi að moka bílastæðin á Möðruvöllum 3 og 4
Vel skafið
M-3
Vel skafið
M-4
Svo er snjónum blásið í burt með þessum blásara, sem Guðmundur Helgi Möðruvöllum 5 á. Flottar græjur á M-3, 4 og 5
Tæknivæddir bræður
Damian að leika við Týra. Hann getur endalaust hoppað hæð sína til að reyna að ná greininni
Þessi gull voru hjá okkur í nokkra daga. Ég er endalaust þakklát fyrir það, að þau séu flutt norður
Þeir biðja oft um að fara að leiðinu hans elsku Hugins okkar. Þeir eru búnir að læra að signa yfir
Gemlingarnir stækka og þroskast. Þetta er 16-261 Rist undan 11-306 Rannsý og 15-296 Mökk
Já við settum þessa flottu gimbur á, 16-302 Zeta undan 08-010 Zeldu og 15-572 Eitli. Það verður spennandi þegar Gunnar verður búinn að fósturtelja hjá okkur
Þetta er 16-278 Seigla, hún er fjórlembingur undan 12-080 Golu og 14-576 Örvari. Hún var heimalingur í sumar, vegna þess að hún týndi móður sinni fljótlega eftir að hún fór út. Hún var búin að stela sér mjólk úr hinum og þessum kindum, til að halda sér á lífi. Hún gekk 27. des. og á því að bera 19. maí. Það verður spennandi að sjá hvort hún verður með eitt, tvö eða þrjú
Hyrndu gemlingarnir
Kollóttu gemlingarnir
Friðrik kom og kynnti okkur fyrir þessari fallegu konu. Hún heitir Agnieszka. Við óskum þeim innilega til hamingju með hvort annað
Molinn kveður