Sauðburður hafinn hér í sveitinni

Þessi ær bar 19. janúar. Hún átti gimbur og hrút, en hrúturinn lifði ekki. Ég fór og heimsótti Siggu Hrefnu á Þrastarhóli 2, í dag og fékk að sjá þessa fallegu gimbur og finna lyktina, ooohhhh, æðislegt.
Það er svo skrítið að þessi sama ær, bar tveim hrútum 31. janúar í fyrra.
Hún er flott þessi gimbur.
Hér er eigandinn, Sigga Hrefna
Ooohh ég er orðin svo spennt fyrir sauðburðinum. En það er allt of langt í hann.
Molinn kveður