Þetta er 08-010 Zelda. Hún er undan 07-003 Móru og 07-310 Bakka. Á átta árum er hún búin að eignast 16 lömb.
2009 var hún einlembd. Afdrif lambs, selt. Það var gimbur og var hún undan 08-312 Mola
2010 var hún sædd með 03-989 Kalda. Hún var einlembd og átti gimbur. Gimbrin var sett á og er það hún 10-023 Brák
Brella
Næla
2011 var hún tvílembd og átti tvær gimbrar. Þær voru báðar settar á. Þær eru 11-060 Brella og 11-061 Næla og eru undan 09-314 Spaða. Nælu var slátrað haustið 2015.
12-579 Blossi. Hann var stigaður lambið 86,5 stig. Þau eru svona: þungi 55 fótl. 110 ómv. 34.0 ómf. 3.0 lögun 4.0 haus 8.0 h+h 8.5 br+útl. 9.0 bak 9.0 malir 9.0 læri 18.0 ull 8.5 fætur 8.0 samr. 8.5 samtals 86.5 stig

Gola2012 var hún sædd með 08-872 Þristi. Hún var tvílembd og átti hrút og gimbur. Þau voru bæði sett á. Þau eru 12-579 Blossi og 12-080 Gola. Blossa var slátrað haustið 2015
2013 var hún tvílembd og átti 2 hrúta sem voru undan 12-576 Tindi. Þeir voru ekki settir á
2014 átti hún hrút og gimbur. Hrúturinn var ekki settur á, en gimbrin er 14-141 Aría. Þau eru undan 13-580 Stormi
2015 fékk hún hjá 14-577 Bæsa og átti hún tvær gimbrar og einn hrút sem ekki voru sett á
2016 var hún aftur þrílembd og átti einn hrút og tvær gimbrar undan 15-572 Eitli. Önnur gimbrin var sett á en hinum slátrað. Gimbrin er 16-302 Zeta
Zelda er líklegast á síðasta árinu sínu. Hún er að eldast hratt.
En að öðru, en mjög skyldu
Þetta er hún 10-023 Brák. Eins og kemur hér að ofan þá er hún undan Zeldu. Brák er búin að eiga 21 lömb á sex árum. Hún var þrílembd gemlingur, svo fjórlembd og svo er hún búin að vera þrí og fjórlembd til skiptis. Í fyrra var hún fjórlembd þannig að núna í vor verður hún líklegast þrílembd.
Þetta er 12-080 Gola. Eins og með Brák, þá er Gola undan Zeldu. Gola er búin að eiga 14 lömb á fjórum árum. Röðin hjá henni er eins og hjá Brák. Þrí og fjórlembd til skiptis. Í fyrra var hún fjórlembd og líkt og hjá Brák þá verður hún líklegast þrílembd núna í vor.
Ég ætla líka að nefna hér hana 11-060 Brellu, sem er líka undan Zeldu. Brella er búin að eiga 13 lömb á fimm árum. Tvílembd þegar hún var gemlingur. 2013, 2014 og 2015 þrílembd og í fyrra var hún tvílembd.
Og hér er svo 14-141 Aría, sem er eins og hinar, undan Zeldu. Hún var tvílembd gemlingur og svo þrílembd í fyrra.
Það verður spennandi að sjá þegar Gunnar kemur til að fósturtelja. Ég er orðin MJÖG SPENNT
Molinn kveður