Þessi fallegi engill hefði orðið fjögurra ára í gær, 25. mars. Að því tilefni kom fjölskylda hans, við og Guðrún Helga og strákarnir, saman til að minnast hans
Afmælissöngurinn var sunginn og svo voru borðaðar kræsingar
1-4 bekkur Þelamerkurskóla fór í skíðaskólann í Hlíðarfjall, 15., 16., 20. og 21. mars. Þá fengu krakkarnir kennslu á skíðum. Það var svo gaman að sjá hvað þeim fór hratt fram. Sum þeirra voru að stíga á skíði í fyrsta skiptið. Svo var útivistardagur Þelamerkurskóla, 22. mars. Þá fóru allir krakkar og kennarar skólans, upp í Hlíðarfjall. Algjört ævintýri að fá að taka þátt í þessu
Damian í diskalyftunni
Damian mjög einbeittur að renna sér
Kennsla í gangi
Þessi ömmugull fengu að vera með á útivistardeginum í Hlíðarfjalli
Einar Breki á fullri ferð
Og Haukur Nói líka á fullri ferð
Hér eru þeir á töfrateppinu. Sá stutti fór einn upp og renndi sér niður. Þeim fannst mjög gaman að leika sér þarna
Fuglarnir eru svo gæfir í Hlíðarfjalli
Það er hugsað vel um þá þarna
Lífið í fjárhúsunum gengur sinn vana gang. Að vísu eru þrjár búnar að láta. Ein fullorðin sem taldist með eitt fóstur og tveir gemsar, annar taldist með eitt og hinn taldist með tvö, en annað fóstrið var að drepast. Vonandi láta ekki fleiri
Molinn kveður