Ég sagði í gær að ég væri ekki búin að ákveða hvenær ég vaktaði næstu kind. Þegar ég leit í fjárhúsin í gærkvöld, þá var einn gemsi mjög burðarlegur. Þessi gemlingur er tvílembdur og á tal 30. apríl. Ég ákvað að vakta hana á tveggjatíma fresti og svaf í fjárhúsunum í nótt. Hún bar ekki í nótt, en hún bar fyrir hádegi í dag.
Þetta er 16-305 Elinóra, sem bar í morgun og átti hrút og gimbur. Þau eru undan 16-575 Gera. Það er skrítið hvað þessir tveir gemsar bera mörgum dögum fyrir tal. Það munar 5 dögum
Nú eru komnir tveir hrútar og tvær gimbrar.
Jæja ég ætla að skreppa í fjárhúsin og gá hvort einhver sé burðarleg
Molinn kveður