Ég fór í fjárhúsin eftir mat í dag, og var þá búin að vera heima í einn og hálfan tíma. Þegar ég kom, var ein búin að bera tveim lömbum. Það sá ekkert á henni einum og hálfum tíma áður. Það má segja að þær eru mis lengi að bera. Gaman þegar það gengur svona vel hjá þeim.
Það var hún 14-142 Tildra sem kom mér svona á óvart. Þetta eru hrútur og gimbur og eru undan 16-574 Strút

Hrúturinn
Gimbrin
Ég hélt að þessi þrílemba sem ég talaði um í morgun, yrði næst, en þessi varð á undan
Staðan er 7 gimbrar og 4 hrútar
Molinn kveður