Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 3100
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 7163
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 1857292
Samtals gestir: 82628
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 10:17:59

01.06.2017 11:34

524 lömb

Nú er 1 gemlingur sem á eftir að bera. Hún á tal 4. júní. Ég er búin að sofa nokkrar nætur heima, en ég vaktaði samt þessar tvær sem báru 26. og 30. maí. Ég gisti þá uppfrá. Nú þarf ég að fara að vakta gemlinginn, með tveggja tíma millibili og sofa í fjárhúsunum þangað til hann er borinn.

26. maí fæddust 2 lömb
30. maí fæddust 2 lömb

Staðan er þá svona 275 gimbrar og 249 hrútar = 524 lömb

Nú á bara eitt lamb eftir að bætast við og vonandi lifir það

Nú þegar sauðburður er nánast búinn, er ég búin að taka saman útkomuna úr talningunni.

Miðað við fósturtalningu þá voru talin 562 fóstur, en af þeim voru 13 að drepast og eftir stóðu 549.

7 ær létu fyrir sauðburð, samtals 11 fóstrum
Það komu 6 dauð fóstur, með í burði
3 lömb fæddust, sem voru nýlega dauð 
og eins og ég sagði í bloggi 18. maí þá erum við búin að missa 5 lömb.
Þrjú lömb sem við vitum ekki hvað var að, eitt sem garnirnar komu út úr og eitt í burði sem kom afturábak.
Þá eru þetta 549 talin fóstur mínus 25, sem gera 524.

En við græddum eitt lamb. Ær sem sónuð var með eitt, kom með tvö

Tólf ær hafa farið af stað með fleiri fóstur. Það sást ekki í talningunni, en við sáum það á hildunum.

Það eru 13 ær sem ganga með 3 lömb

Það eru 15 ær sem ganga með 1 lamb

Og það eru 6 gemlingar sem ganga með 2 lömb

Ég á svo eftir að taka það saman hvað við erum búin að venja mörg lömb undir emoticon

Það er alveg merkilegt að maður þurfi að hafa áhyggjur, á þessum tíma, að það fari einhverjar ær afvelta. Við misstum eina þannig um daginn. Bara í gær fóru tvær afvelta, sem við náðum að bjarga. Þessar eilífu rigningar gera það að verkum að þegar styttir upp og þornar aðeins, þá fer þeim að klæja svo mikið að þær fara afvelta við það að reyna að klóra sér.

Við erum búin að missa þrjár ær. Ein fór afvelta, við vitum ekki af hverju ein dó, og sú þriðja átti erfitt með andardrátt, sérstaklega þegar hitinn var sem mestur um daginn.


Þau dafna vel lömbin, þrátt fyrir rigningarnar


Þessi var nú samt fegin að komast inn og fá sér tuggu


Þetta er hún 16-279 Bytta. Hún var geld


Mjög falleg


16-294 Inga og 16-278 Seigla, báðar geldar. Seigla var heimalingur í fyrra


Þessi á greinilega unga einhversstaðar


Nú er Damian kominn í sumarfrí. Hann fór með mér eftirlitsferð um túnin áðan. Við vorum að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með féð. Hann vildi hafa Týra í taum emoticon


Já sumar ærnar sækja í Týra, en aðrar ekki. Hér er Eðja að þyggja þrif hjá honum



Molinn kveður





clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

6 mánuði

20 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

8 mánuði

23 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

2 mánuði

21 daga

Tenglar

Eldra efni