Sauðburði lauk 7. júní
Gemlingurinn sem átti tal 4. júní, bar ekki fyrr en 7. júní. Hún lét mig vakta sig í 5 sólahringa
07. júní fæddist 1 lamb
Staðan er þá svona 275 gimbrar og 248 hrútar = 523 lömb, á lífi
Já ég veit, þetta eru færri lömb þó það hafi eitt bæst við. Við erum nefnilega búin að missa tvö lömb í viðbót. Þau eru þá orðin 7 lömbin sem við höfum misst
Við erum líka búin að missa 6 ær. Þrjár afvelta og þrjár sem eitthvað hefur verið að.
Ég held að það sé verið að hegna okkur fyrir það, hvað sauðburður gekk vel. Ég held að hann hafi aldrei gengið svona vel eins og núna
Við erum með 10 heimalinga og 8 móðurlaus lömb sem verða að bjarga sér sjálf
12-004 Þokki F:11-792 Flekkur M:07-354 Mjallhvít Frá Árna Gísla Magnússyni, Þrastarhóli 2, Hörgársveit
á 48 lömb, 25 hrúta og 23 gimbrar
13-390 Andrés F:09-891 Strengur M:10-185 Frá Helga Steinssyni, Syðri-Bægisá, Hörgársveit
á 37 lömb, 17 hrúta og 20 gimbrar
15-572 Eitill F:14-577 Bæsi M:11-042 Skessa Heimaræktaður
á 48 lömb, 22 hrúta og 26 gimbrar
Eitill rétt náði að afgreiða sinn hóp um fengitímann, áður en hann lamaðist á annari hliðinni (fékk líklegast heilablóðfall). Það þurfti að lóga honum
15-575 Bresi F:10-371 Vestri M:??? Frá Sigmari Bragasyni, Björgum, Hörgársveit
á 3 lömb, 2 hrúta og 1 gimbur
Bresi veiktist á fengitímanum og náði bara að afgreiða eina kind úr sínum hóp. Það þurfti að lóga honum
15-579 Laxi F: 14-748 Tvistur M:11-955 Nía Frá Ingva Guðmundssyni, Hríshóli, Eyjafjarðarsveit
á 49 lömb, 22 hrúta og 27 gimbrar
16-571 Þyrill F:14-576 Örvar M: 12-094 Þota Heimaræktaður
á 64 lömb, 25 hrúta og 39 gimbrar
16-572 Mávur F:15-002 Mávur M:12-007 Mjallhvít Frá Herdísi Leifsdóttur, Mávahlíð, Ólafsvík
á 41 lömb, 23 hrúta og 18 gimbrar
16-573 Skáli F:14-244 Trölli M:11-155 Heiðbjört Frá Guðmundi Skúlasyni, Staðarbakka, Hörgársveit
á 37 lömb, 15 hrúta og 22 gimbrar
16-574 Strútur F:15-149 Mósi M:13-810 Blesa Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 56 lömb, 27 hrúta og 29 gimbrar
16-575 Geri F:15-102 Salli M:15-058 Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 27 lömb, 11 hrúta og 16 gimbrar
16-576 Liði F:14-972 Fannar M:13-784 Frá Ragnari Bragasyni, Heydalsá, Ströndum
á 66 lömb, 36 hrúta og 30 gimbrar
16-577 Ári F:13-029 Gormur M:13-006 Týbrá Frá Þórði Jónssyni, Árbæ, Reykhólahreppi
á 42 lömb, 21 hrúta og 21 gimbrar
16-578 Rustikus á F:15-325 Draumur M:09-099 Baddý Frá Sigurði Þór Guðmundssyni, Holti, N-Þing
5 lömb, 2 hrúta og 3 gimbrar
Við erum búin að keyra allt á fjall, sem á að fara á fjall. Það eru nokkrar hér heima og verða það í sumar, ásamt hrútunum.
Það voru farnar 7 ferðir á 5 dögum
03. júní 1 ferð
04. júní 1 ferð
05. júní 2 ferðir
10. júní 2 ferðir
11. júní 1 ferð
Nú var þeim sleppt á Myrkárdal, en ekki í Landafjallið
Ég náði takmarki mínu þetta vorið. Mér tókst að mynda ÖLL 523 lömbin. Nú get ég séð þau, þótt þau séu farin á fjall
Mér finnst það alveg nauðsynlegt að eiga mynd af þeim
Molinn kveður