Hér koma nokkrar myndir af þrílita hrútnum, fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Móðir hans afneitaði honum og hann er í heimalinga hópnum okkar.
Hægra eyrað er mórautt
Hér sjást mórauðu blettirnir vel
Mórautt í kringum vinstra augað og svart í kringum hitt.
Við þurfum að finna flott nafn á hann. Núna köllum við hann Nóa
Nú eru heimalingarnir komnir upp í fjallshólf (hættir að fá að drekka í fjárhúsunum). Við gefum þeim að drekka einu sinni á dag
Svo eiga þeir bara að bíta gras
Molinn kveður