Þá eru fyrri göngur afstaðnar.
Okkur vantar 62 fullorðnar og 96 lömb. Vonandi fáum við þau næstu helgi.
Af þessum 96 lömbum, eru tvö stök lömb. Annað er tvílembingur undan 16-289 Geddu. Hitt er þrílembingur undan 13-116 Lukku. Þær eru komnar með hin lömbin.
Af þessum 62 fullorðnu, eru 10 af þeim lamblausar, gemlingar og ær
Þetta er 14-164 Lensa. Hér er hún með gimbur og hrút undan 16-576 Liða. Hún hefur alltaf skilað stórum lömbum
Hrútur undan 16-287 Mollu og 16-575 Gera. Hann var vaninn undir 14-182 Elý. Molla sem er gemlingur var tvílembd.
Þessi flotta gimbur er þrílembingur, undan 12-088 Spjálk og 15-572 Eitli

16-572 Mávur. Því miður þá er hann fallinn. Við fundum hann afvelta um daginn
Alltaf sárt að missa
Molinn kveður