
Þessi gullmoli varð 6 ára í gær. Við skruppum í smá heimsókn til hans. Það er í fyrsta skiptið sem við knúsum hann á afmælisdaginn hans, því við höfum alltaf verið upptekin þennan dag og ekki farið suður. Höfum sem sagt tekið kindurnar fram yfir hann. Það er æðislegt að þau, fjölskyldan, séu flutt norður. Stutt að fara og knúsa ömmugullin.
Hér erum við saman fyrir nákvæmlega 6 árum. Ömmuhlutverkið er yndislegt
En svo að öðru. Það eru 4 ár síðan við Þórður fluttum í Möðruvelli.
Þessi mynd er tekin 25. desember 2016. Við borðuðum hangikjötið í fjárhúsunum.
Við erum afskaplega ánægð og okkur líður vel í sveitinni
Molinn kveður