Við fengum nokkrar kindur á Þúfnavöllum í dag. Þá er talan komin niður í 33 hausa, 13 ær og 20 lömb.Af þessum 13 ám eru 7 með tvö, (af þessum 7 eru tveir gemsar með tvö)
3 með eitt (tvær þeirra voru með tvö lömb, en annað hjá þeim báðum er komið, þannig að þær eru með eitt á fjalli)
2 lamblausar (gemsar)
Svo vantar eina, sem líklegast er dauð, því lömbin hennar eru komin, vigtuð 32 og 33 kg.
Svo vantar okkur þrjú stök lömb (mæðurnar komnar)
Ooohhh við erum svo óheppin. Við vorum að missa þennan hrút. Þetta er 16-577 Ári. Hann var afvelta eins og Mávur