Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 481
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 1495
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 1354478
Samtals gestir: 69521
Tölur uppfærðar: 18.10.2024 06:45:58

25.10.2017 21:55

Nýr hringur farinn af stað

Nú er næsti hringur byrjaður. Við erum búin að taka á hús lömbin, hrútana og veturgömlu ærnar

Lömbin og hrútana tókum við á hús, 11. október, þegar við rákum féð inn til að senda í sláturhús.
Tommi á Syðri-Reystará kom og klippti þau, 14. október.

Við tókum veturgömlu ærnar á hús 17. október og Tommi klippti þær, þann dag.


Við erum með nokkur smálömb. Þau eru hér til hægri. Fyrir innan þau eru veturgömlu ærnar. Gimbrarnar eru til vinstri. Hrútarnir eru þarna lengst til hægri. Það á eftir að koma endanleg tala á féð sem verður á húsum í vetur. Við eigum ennþá eftir að senda í sláturhús. Það er spurning hvað það verður margt


Þessar gimbrar koma sér í sjálfheldu þegar þær teygja sig í heyið hjá litlu lömbunum. Þessi mórauða er svona, nánast á hverjum degi þegar ég kem í fjárhúsin


Þeir eru flottir vinnumennirnir sem við höfðum um helgina. Þeir voru duglegir að hjálpa okkur


Hér eru þeir að taka upp gólfið, til að hægt sé að keyra skítnum út. Simmi mokaði út úr þessu húsi, sem er nyrsta húsið, 22. október


Þröngt mega sáttir sofa. Fjórir frændur, ömmu og afa gullin


Nú eru kindurnar komnar á eldhúsborðið. Áslaug og Oggi gáfu okkur þennan flotta dúk. Nú þarf ég að drífa mig í Rúmfatalagerinn og kaupa svona eldhúsgardínur. Þá verður eldhúsið flott emoticon




Töff dúkur emoticon


Skrukka


Molinn kveður




clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

1 mánuð

4 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

10 ár

3 mánuði

6 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

2 ár

9 mánuði

4 daga

Tenglar