Mynd dagsins
Nú munaði litlu. Þegar ég kom í fjárhúsin í morgun, þá var opið inn til eldri hrútanna. Þeir voru bara rólegir og voru ekki búnir að fatta hvað þeir hefðu getað gert
Það snjóaði þónokkuð í nótt
Kviðdráttur á leiðinni í fjárhúsin
Það var fallegt veður þegar ég fór í fjárhúsin, en svo fór að snjóa
Já það snjóar
Það er nú meira hvað það er mikill músagangur þetta haust og byrjun vetrar. Við höfum ekki undan að koma fyrir músaeitri. Það er alltaf að sjást ummerki eftir mýs, samt naga þær eitrið
Þessi er undir tröppunum inn í íbúðarhús. Ég sá að hún hefur komið við í eitrinu svo kannski sést hún ekki meira
Molinn kveður