Mynd dagsins
Þessir hressu ninja strákar eru klárir út að leika í vondu veðri
Það er kominn mikill snjór
Þeir voru duglegir að moka snjóinn af stéttinni
Einar Breki
Haukur Nói
Damian
Það er búinn að vera skafrenningur í allan dag, og rjúka vel upp. Ég var að mynda strákana og var orðin hálf köld á höndunum, þegar ég missti annan vettlinginn. Hann fauk og ég fór að elta hann. Týri tók á rás með mér og ég sagði honum að sækja. Hann elti vettlinginn, náði honum og lét mig hafa hann. Ég held að ég hefði ekki náð honum fyrr en ja ég veit ekki hvar. Týri er sko ekki vitlaus
Allir sællegir og með rauðar kinnar eftir útiveruna
Svo var að ganga frá öllu
Molinn kveður