Mynd dagsins
Í dag komu starfsmenn frá Kjarnafæði og framkvæmdastjóri landssamtaka sauðfjárbænda í heimsókn í fjárhúsin til okkar, ásamt nokkrum þjóðverjum. Ástæða heimsóknarinnar er sú að þessir þjóðverjar hafa hugsanlega áhuga á að kaupa íslenskt lambakjöt
Við settum tvo hrúta í þrjátíu kindur núna í kvöld. Annar heitir Daríus og hann er með 15 ær og hinn heitir Varíus og er líka með 15 ær
Það var því miður engin að ganga
Sjáum til á morgun. Ef einhver verður að ganga þá, þá byrjar sauðburður 19. apríl sem er gott
Ástæðan fyrir því að við setjum hrútana í svona snemma, er sú, að við eigum þessa tvo hrúta með Ogga og Áslaugu á Myrká, og þá getum við notað báða hrútana á báðum stöðum.
Þessir hrútar eru frá Dísu í Mávahlíð og eru undan 15-990 Máv, sem er kominn á sæðingastöð
Fyrir og eftir mynd
Já og fyrir og eftir mynd. Ég mokaði þetta
Já og ég mokaði þetta líka
Simmi kom og mokaði bílastæðið og líka stéttina. Hann er sá flinkasti tækjamaður sem ég veit um. Mjög vel gert hjá honum
Simmi er búinn að moka þetta allt. Mjög vel gert hjá honum
Það var frekar kalt í dag. Fór í rétt tæplega -16 gráður á tímabili, eða þegar hitinn var lægstur
Molinn kveður