Mynd dagsins
Þessi höfðingi fær mynd dagsins í dag. Hildibrandur Bjarnason, eða Hiddi í Bjarnarhöfn eins og hann var alltaf kallaður, lést 16. nóvember. Í dag var útför hans frá Bjarnarhafnarkirkju. Þórður gerði sér ferð í Bjarnarhöfn, til að vera viðstaddur útförina.
Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu Hidda. Blessuð sé minning þín elsku Hiddi minn
Við settum hrútana í gemlingana í dag
Félagshrútarnir eru búnir að afgreiða 30 ær
Hrókur með 17
Drangi með 13
Þeir fara svo á morgun. Við notum þá ekki meira í ár. Nú er að vita hvort þessar ær halda við þeim
Svo er hér veðrið í dag á Möðruvöllum
Molinn kveður