Mynd dagsins
Þá er það þessi tími ársins. Skrifa á jólakort
Ég er með póstlista á postur.is og það er snilld. Ég er búin að vera með þennan lista í mörg ár. Heimilisföngin breytast sjálfkrafa þegar fólk flytur, nema hjá þeim sem búa erlendis
Jebb ég fór á Læknastofur Akureyrar. Ég fór í magaspeglun vegna brjóstsviða sem ég er búin að glíma við í nokkur ár. Þar kom í ljós að ég er með þindarslit. Eitthvað á að skoða þetta betur
Ég leitaði á google að þindarsliti og hér er eitthvað um það
Veðrið er ekki búið að vera gott í dag. Snjókoma í nótt og skafrenningur í dag
Veðrið í dag
Molinn kveður