Þetta er síðan hennar Birgittu Lúðvíks.


Flettingar í dag: 512
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 3919
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 2463586
Samtals gestir: 90577
Tölur uppfærðar: 3.9.2025 01:48:46

24.12.2017 20:43

38/45

Gleðileg jól kæru vinir emoticon

Myndir dagsins


Það hefur alltaf verið hefð á aðfangadag, að fara að leiðum látinna ættingja og vina, setja skreytingu og kveikja á kerti. Þetta eru Þórður, bræður hans og fjölskyldur þeirra, sem eru hér fyrir norðan, sem fara saman í kirkjugarðinn. Mamma þeirra, hún Sigga, hefur alltaf komið með okkur, en nú er hún meðal þeirra sem við vitjum, því hún lést 1. október núna í haust. Nú hvílir hún við hlið Sigurjóns og þetta er leiðið þeirra


Margrét Jósefsdóttir, kona Simma, sem lést 2009


Þorgils Steinn og Oddný Jónsdóttir, afi og amma þeirra bræðra í föðurætt


Svo höfum við Þórður farið að leiði elsku gullsins okkar, hans Hugins litla, og sett skreytingu og kveikt á kerti hjá honum.

Þetta er góð jólahefð emoticon


Við vorum fjögur á aðfangadagskvöld hér á Möðruvöllum 3, ég, Damian, Þórður og Þórhallur


Damian er orðinn svo flinkur að lesa, að hann fékk það hlutverk að lesa á pakkana. Þarna eru nokkrir pakkar eftir sem hann á eftir að lesa á. Hann var rólegur og flottur í kvöld


Svo er það veðrið í nótt


Og svo veðrið í dag



Molinn kveður






clockhere

Nafn:

Birgitta Lúðvíksdóttir

Farsími:

820-7756

Afmælisdagur:

23. júlí, 1962

Heimilisfang:

Möðruvellir 3

Staðsetning:

Hörgársveit

Um:

Áhugamanneskja um sauðfjárrækt. Er með kindur á Möðruvöllum í Hörgársveit

Einar Breki, kom í heiminn

atburður liðinn í

13 ár

11 mánuði

19 daga

Haukur Nói, kom í heiminn

atburður liðinn í

11 ár

1 mánuð

22 daga

Birgitta Ósk, kom í heiminn

atburður liðinn í

3 ár

7 mánuði

20 daga

Tenglar

Eldra efni