Fallegt veður í dag. Jörð orðin hvít
Veðrið var svo gott í dag, að við Damian ákváðum að vera með góðan útiverutíma. Ég mokaði smá ræmu, undir snúrustaurunum. Snjórinn var svo grjót, grjót harður að þetta tók sinn tíma
Damian notaði snjókögglana til að búa til kastala og hann dundaði sér lengi í því
Sko, flottur kastali hjá honum
Aðeins að hvíla mig
Þessi mokstur tók þrjá klukkutíma. Líkamsræktin búin í dag. Nú get ég hengt út þvott á morgun ef veðrið verður gott
Við klipptum klaufir, á 5 ám í morgun. Við klipptum ekkert á laugardag og sunnudag. Nú erum við búin með 133 ær
Molinn kveður